Hæfniviðmið - Lýsa hvað nemandi á að geta gert, kennsluáætlun - Tímasett áætlun sem lýsir öllum athöfnum nemenda og kennara, gögnum og afurðum, aðalnámskrá - Námskrá, gefin út af yfirvöldum menntamála, sem kveður á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs á landsvísu., skólanámskrá - Nánari útfærsla á aðalnámskrá um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla., námsmat - Mat á frammistöðu nemenda jafnt og þétt á námstíma, t.d. í formi verkefna og prófa., spurnaraðferð - Kennsluaðferð sem byggir á að kennarinn spyr spurninga til að virkja nemendur til að hugsa með skipulegum hætti um ákveðið fyrirbæri., teymiskennsla - Kennsluhættir þar sem tveir eða fleiri kennarar hafa samstarf um að kenna sama nemendahópi á sama tíma., þulunám - Námsaðferð sem byggist á að leggja á minnið, oftast orðrétt, með endurtekningu. Aðferðin gerir ekki endilega kröfu um skilning, leitaraðferð - Kennsluaðferð sem byggist á því að kennari reifar athugunarefni og nemendur setja fram hugmyndir, tilgátur og skýringar, velja og meta heimildir, vinna úr þeim og draga eigin ályktanir., námsleikur - Leikur sem hefur þann beina eða óbeina tilgang að kenna eða þjálfa tiltekna færni, þekkingu eða skilning., vendikennsla - Kennsluform sem gerir ráð fyrir að einstefnumiðlað framlag kennararans (fyrirlestur og skýringar) sé gert nemendum aðgengilegt t.d. á netinu fyrir kennslustund en kennslustundin sé notuð til að vinna , innlegg - Kennsluaðferð þar sem kennari kynnir tiltekið efni og útskýrir það í stuttu máli., fyrirlestur - Kennsluaðferð þar sem kennari eða nemandi miðlar þekkingu eða útskýrir eitthvert viðfangsefni munnlega. Um er að ræða einstefnumiðlun án mikillar þátttöku áheyrenda., lausnaleitarnám - Kennsluaðferð sem byggist á því að nemendur fást við raunveruleg úrlausnarefni og leita lausna á þeim., þrautalausnir - Kennsluaðferð þar sem nemendum er ætlað að læra með því að fást við að leysa vandamál eða þrautir. Nemendur þjálfast í rökhugsun og læra jafnframt um tiltekið viðfangsefni.,

Hugtök úr kennslufræði - Íslenska

Leaderboard

Visual style

Options

Switch template

Continue editing: ?